Í dag mánudaginn 31. mars er alþjóðlegur sýnileikadagur trans fólks. Að því tilefni fengum við nokkra aðila í íslensku samfélagi til þess að styðja við málefnið sem er okkur svo kært. Við vitum að stór meirihluti íslendinga eru með okkur í liði en því miður þá er hann þögull þegar kemur að þessu málefni og vill ekki blanda sér í umræðuna.

Við hjá Trans Vinum viljum hvetja ykkur til þess að styðja við þetta mikilvæga málefni og sýna það að þið eruð hið íslenska bakland trans fólks í baráttunni gegn fordómum. Oft var þörf en nú er nauðsyn! Hjálpið okkur að dreifa þessum dýrmætu myndum af trans vinum sem víðast.

Með fyrirfram þökk, ást og friður,

Trans Vinir.