Fréttatilkynning 19 maí 2021
Það átti sér stað sérstaklega skemmtilegur viðburður í gær 17 maí á alþjóðadegi gegn hinsegin fordómum þegar aðstandendur bókarinnar Trans barnið Handbók fyrir fjölskyldur og fagfólk færðu Trans Vinum 500 þúsund krónur, sem er uppskera af útgáfu bókarinnar.
Birna Björg Guðmundsdóttir formaður Trans Vina tók við styrknum fyrir hönd Trans Vina frá aðstandendum bókarinnar þeim Trausta Steinssyni kennara, Þorgerði Einarsdóttur prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands og Svandísi Önnu Sigurðardóttur Sérfræðingi í hinsegin- og jafnréttismálum hjá Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar.
Trans Vinir munu nýta þennan styrk í þýðingar og útgáfu bókmennta fyrir trans börn og ungmenni.
Út er kominn bæklingur um íþróttaiðkun trans barna, en á síðustu árum hefur þó nokkur fjöldi barna á öllum aldri verið að stíga fram sem trans. Mikilvægt er að huga vel að aðgengi þessa hóps að íþróttastarfi, taka vel á móti þeim og huga vel að þeirra sérstöðu. Bæklingurinn er hugsaður til upplýsinga fyrir foreldra, þjálfara og aðra sem að íþróttastarfinu koma. Bæklingurinn var unnin m.a. í samstarfi við Samtökin 78, Trans Ísland og Trans vini. Bæklingurinn er fyrst og fremst leiðbeinandi og tekur til barna að 12 ára aldri eða fyrir kynþroska. Bæklinginn má nálgast í prentaðri útgáfu á skrifstofu ÍSÍ og í rafrænni útgáfu á vefsíðu ÍSÍ.