Spurt og svarað

Hvað er að vera Trans?

Kyn trans einstaklings samræmist ekki því kyni sem honum var úthlutað við fæðingu. Eitt af því mikilvægasta er rétt orðanotkun og virða það fornafn sem einstaklingurinn óskar að sé notað. Talað er um trans fólk, trans konur, trans karla og kynleiðréttingu eða kynfæraaðgerðir. Trans konur eru einstaklingar sem var úthlutað karlkyni við fæðingu en eru konur og trans karlar einstaklingar sem fengu kvenkyn úthlutað við fæðingu en eru karlar. Kynsegin manneskja er manneskja sem upplifir sig ekki einungis sem karl eða sem konu.

 

Hvað á ég að gera núna?

Fyrstu skrefin.

Andaðu! Það má hafa áhyggjur en það hafa fleiri gengið í gegnum þetta og við erum hér sem stuðningur. Þetta virðist vera mjög mikið fyrst en við skulum reyna að einfalda þetta svolítið fyrir þig/ykkur.

Við erum með Facebook hóp þar sem er hægt að setja inn spurningar, fá ráðgjöf eða stuðning. Þetta er lokaður hópur og engum hleypt inn sem á ekki erindi þanngað svo endilega sendu stjórnendum síðunar póst til að ganga í hópinn. Hópurinn er lokaður þar sem mikið af trans börnum og ungmennum hérlendis lifa sem sitt rétta sjálf án vitneskju annara.

Samtökin ´78 bjóða uppá fræðslu og ráðgjöf sem er endurgjaldslaus. Hægt að panta ráðgjöf hér.

Samtökin ´78 eru líka með stuðningsfundi fyrir foreldra og aðstandendur síðasta miðvikudag í mánuði kl.20 á Suðurgötu 3, 101 Reykjavík.

Það er hægt að senda okkur tölvupóst og við aðstoðum eftir bestu getu. Samtökin ´78 er líka með mikið af upplýsingum.

 

Hvað með aðgengi? T.d. í sundlaugar og líkamsrækt

Trans Ísland hafa tekið saman lista yfir sundlaugar og líkamstækt sem eru með einstaklingsklefa og taka vel á móti trans einstaklingum sem vilja nota þá. Hér má nálagast þann lista.

 

Hvað með upplýsingar um Sálfræðinga og Listmeðferðarfræðinga?

Hérna er listi yfir starfandi Listmeðferðarfræðinga á Íslandi.

Listi yfir Sálfræðinga/stofur sem sinna trans börnum og ungmennum er væntanlegur.