Hverjir eru Trans vinir?

Trans vinir eru Hagsmunasamtök foreldra og aðstandenda trans barna og ungmenna á Íslandi.

Markmið Trans vina:

  • Efla félagsleg tengsl á meðal foreldra og forsjáraðila trans barna, ungmenna og fullorðinna trans einstaklinga.
  • Stuðla að félgaslífi fyrir börn og ungmenni sem eru trans og þeirra sem eru ekki viss um sína kynvitund.
  • Styrkja og stuðla að frumkvæði allra foreldra/forsjáraðila trans einstaklinga, til að standa fyrir viðburðum þar sem allir félagsmenn Trans vina skulu hafa jafnan kost á að vera þátttakendur.
  • Standa fyrir viðburðum fyrir alla félagsmenn og fjölskyldur minnst tvisvar á ári og taka þátt í Hinsegin dögum.
  • Auka samstöðu og samheldni foreldra/forsjáraðila trans eintaklinga og fjölskyldna þeirra sem taka þátt í starfsemi Trans vina.
  • Vera vettvangur fyrir foreldra/forsjáraðila sem eru að kynnast hinsegin samfélaginu, til að styrkja barnið sitt og veita þeim stuðning í formi fræðslu og félagsskapar.
  • Vera þrýstihópur til að koma málefnum okkar á framfæri. Þar á meðal gagnvart stjórnvöldum, heilbrigðiskerfinu og öðrum stofnunum sem koma að okkur málefnum.

Spurt & svarað

Hvað er Trans?

Trans (transgender) er einstaklingur sem samræmist ekki við það kyn sem honum var úthlutað við fæðingu. Eitt af því mikilvægasta er rétt orðanotkun og virða það fornafn sem einstaklingurinn óskar að sé notað. Talað er um trans fólk, trans konur, trans karla og kynleiðréttingu eða kynfæraaðgerðir. Trans konur eru einstaklingar sem var úthlutað karlkyni við fæðingu en eru konur og trans karlar einstaklingar sem fengu kvenkyn úthlutað við fæðingu en eru karlar.

Hvað á ég að gera núna? Fyrstu skrefin.
    • Andaðu! Það má hafa áhyggjur en það hafa fleiri gengið í gegnum þetta og við erum hér sem stuðningur. Þetta virðist vera mjög mikið fyrst en við skulum reyna að einfalda þetta svolítið fyrir þig/ykkur.
    • Við erum með Facebook hóp þar sem er hægt að setja inn spurningar, fá ráðgjöf eða stuðning. Þetta er lokaður hópur og engum hleypt inn sem á ekki erindi þangað svo endilega sendu stjórnendum síðunar póst til að ganga í hópinn. Hópurinn er lokaður þar sem mikið af trans börnum og ungmennum hérlendis lifa sem sitt rétta sjálf án vitneskju annarra.
    • Samtökin ´78 bjóða uppá fræðslu og ráðgjöf sem er endurgjaldslaus. Hægt að panta ráðgjöf hér.
    • Samtökin ´78 eru líka með stuðningsfundi fyrir foreldra og aðstandendur síðasta miðvikudag í mánuði kl.20 á Suðurgötu 3, 101 Reykjavík.
    • Það er hægt að senda okkur tölvupóst og við aðstoðum eftir bestu getu. Samtökin ´78 er líka með mikið af upplýsingum.
Aðgengi - sundlaugar og líkamsrækt sem eru með gott aðgengi

Trans Ísland hafa tekið saman lista yfir sundlaugar og líkamstækt sem eru með einstaklingsklefa og taka vel á móti trans einstaklingum sem vilja nota þá. Hér má nálgast þann lista.

Upplýsingar um Sálfræðinga og Listmeðferðarfræðinga.
    • Hér er listi yfir starfandi Listmeðferðarfræðinga á Íslandi. 
    • Listi yfir Sálfræðinga/stofur sem sinna trans börnum og ungmennum kemur fljótlega.

Við mælum með

Ég er Jazz

Frá því að hún var tveggja ára gömul vissi Jazz að hún væri stelpa þó að allir héldu að hún væri strákur. Hún elskaði bleikan og að klæða sig eins og hafmeyju og leið ekki  eins og henni sjálfri þegar hún klæddist fötum eins og flestir strákarnir voru í. Þetta var ruglingslegt fyrir fjölskyldu hennar, þar til þau fóru með hana til læknis sem greindi Jazz sem trans og útskýrði að hún væri fædd á þennan hátt. Trans börn eru allskonar eins og önnur börn. Þau hafa misjafnan fatasmekk og misjöfn áhugamál. En þetta er saga Jazz sem byggir á upplifun hennar. Hún segir frá á einfaldan og skýran hátt sem höfðar vel til barna, foreldra og kennara.

Trans barnið

Handbók fyrir fjölskyldu og fagfólk

Bókin Trans Barnið leiðir fjölskyldur og fagfólk í gegnum mörg grundvallaratriði fræðanna og áleiðis inn í ferðalagið sem fylgir því að eiga og ala upp trans barn eða barn með ódæmigerða kyntjáningu.

Hafa samband

Ef þér liggur eitthvað á hjarta hafðu þá samband. Við erum hér sem stuðningur fyrir alla foreldra og aðstandendur trans barna og ungmenna á Íslandi.

Að sjálfsögðu geta allir aðrir líka sent okkur fyrirspurn.

15 + 9 =