Um Okkur

Trans vinir eru Hagsmunasamtök foreldra og aðstandenda trans barna og ungmenna á Íslandi.

Samþykktir

Hér geturðu skoðað samþykktir Trans vina.

Frjáls Framlög

Trans vinir er félag sem er ekki rekið í hagnaðarskyni. Félagið fjármagnar sig með styrkjum, frjálsum framlögum og með því að halda viðburði til fjáröflunar.

Ef þú vilt leggja þitt af mörkum þá geturðu styrkt félagið með þvi að leggja inn á eftirfarandi reikning:

Kennitala 580219-1280

Banki 0133

Höfuðbók 26

Reikningsnúmer 201227

Markmið Trans vina

Efla félagsleg tengsl á meðal foreldra og forsjáraðila trans barna, ungmenna og fullorðinna trans einstaklinga.

Stuðla að félagslífi fyrir börn og ungmenni sem eru trans og þeirra sem eru ekki viss um sína kynvitund.

Styrkja og stuðla að frumkvæði allra foreldra/forsjáfraðila trans einstaklinga, til að standa fyrir viðburðum þar sem allir félagsmenn Trans vina skulu hafa jafnan kost á að vera þátttakendur.

Standa fyrir viðburðum fyrir alla félagsmenn og fjölskyldur minnst tvisvar á ári og taka þátt í Hinsegin dögum.

Auka samstöðu og samheldni foreldra/forsjáraðila trans einstaklinga og fjölskyldna þeirra sem taka þátt í starfsemi Trans vina.

Vera vettvangur fyrir foreldra/forsjáraðila sem eru að kynnast hinsegin samfélaginu, til að styrkja barnið sitt og veita þeim stuðning í formi fræðslu og félagsskapar.

Vera þrýstihópur til að koma málefnum okkar á framfæri. Þar á meðal gagnvart stjórnvöldum, heilbrigðiskerfinu og öðrum stofnunum sem koma að okkar málefnum.

Hvað er Transvinir?

Sagan

Stofnað janúar 2019 af hópi foreldra og aðstandenda trans barna og ungmenna.

Stjórn

Stjórn Trans vina skipa:

– Birna Björg Guðmundsdóttir

– Dagný Guðmundsdóttir

– Guðrún Häsler

– Heidi Didriksen

– María Bjarnadóttir

 

Varamenn:

– María Gunnarsdóttir

– Halla María Guðmundsdóttir

Stjórn Trans vina.