
Við gætum bókstaflega verið að tala um heila stúlkna sem er fastur í líkama stráka, og öfugt, samkvæmt nýrri rannsókn.
Rannsóknin, sem notaði segulóms skanna á trans börn og unglinga, leiddi í ljós að heilastarfsemi þeirra líktist meira cis* einstaklingum af tilgreindu kyni, frekar en kyni þeirra sem var úthlutað við fæðingu. Þetta styður fyrri rannsóknir á fullorðnum og bendir til þess að munur á heila sem tengist kynvitund gæti verið til staðar frá unga aldri. Rannsakendur telja að þetta gæti leitt til fyrri og árangursríkari stuðnings við trans fólk.
„Þrátt fyrir að þörf sé á frekari rannsóknum höfum við nú vísbendingar um að kynferðisleg aðgreining heilans sé mismunandi hjá ungu fólki með kynáttunarvanda, þar sem þau sýna starfhæfa heilaeiginleika sem eru dæmigerð fyrir æskilegt kyn þeirra,“ sagði Bakker. „Við verðum þá betur í stakk búin til að styðja þetta unga fólk í stað þess að senda það bara til geðlæknis og vona að vanlíðan þeirra hverfi af sjálfu sér.“
Niðurstöður rannsóknarinnar, sem kynntar voru á fundi European Society of Endocrinology, eru í samræmi við fyrri taugafræðilegar rannsóknir sem sýndu að trans fólk hafa svipaða heilabyggingu og fólk sem upplifir sig á þann hátt að það tilheyri því kyni sem því var úthlutað við fæðingu.
* cis: fólk sem upplifir sig á þann hátt að það tilheyri því kyni sem því var úthlutað við fæðingu.
Sjá nánar um rannsóknina