Á sunnudaginn fer þáttaröðin Trans börn í loftið á Stöð 2, en fyrsti þátturinn verður í opinni dagskrá. Trans börn er vönduð ný heimildaþáttaröð í þremur hlutum þar sem fjórum íslenskum fjölskyldum er fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Allar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu.

Skoða nánar